Andrew J. Yang, píanóleikari
"A PRODIGY, [RUNNING] THE EMOTIONAL GAMUT FROM BROODING INTROSPECTION TO MANIC EXUBERANCE” - THE SAN FRANCISCO EXAMINER
Píanóleikarinn Andrew J. Yang fæddist árið 1992 og hefur komið fram í Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Talinn af The San Francisco Examiner vera undrabarn, eða orðrétt: a prodigy, [running] the emotional gamut from brooding introspection to manic exuberance. Hann er listrænn stjórnandi Píanóhátíðar Vestfjarða (www.icelandpianofestival.com). Yang hefur komið víða fram, s.s. Auditorium Marcel Landowski (Paris), Musiikkitalo (Helsinki), Jewish Cultural Center (Krakow), Mozarthaus (Vín), Hoheikan (Sapporo), Carnegie Hall (New York City), og tónleikasölum í Llanes og Ribadesella (Spánn). Yang fékk fyrstu verðlaun á þrítugustu International FLAME Piano Competition í París (2019). Hann hefur einnig hlotið verðlaun frá Piano Award International Competition í Þýskalandi, og Metropolitan International Piano Competition í New York. Árið 2018 hlaut Yang heiðursverðlaunin Hvítu rósina fyrir tónlist frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö. Andrew J. Yang býr á Patreksfirði og kennir á píanó og fiðlu við tónlistarskóla Vesturbyggðar. Hann er einnig meðstofnandi Íslenska Schumannfélagsins. Yang útskrifaðist með B.A. í hagfræði og B.M. í píanóleik frá Northwestern University árið 2015. Við útskrift með M.M. í píanóleik frá Mannes School of Music í New York árið 2017 hlaut hann Steinway & Sons verðlaunin, sem veitt eru framúrskarandi útskriftarnema. Yang stundar þessa dagana doktorsnám í píanóleik við USC Thornton School of Music (Los Angeles) á fullum skólastyrk.
"A GIFTED, SINCERE MUSICIAN, AND SERIOUS ARTIST"
- RUTH SLENCZYNSKA